Trump lýsir yfir framboði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 16. nóvember 2022 06:37 Donald Trump hefur nú lýst yfir forsetaframboði í þriðja sinn. AP Photo/Rebecca Blackwell Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. Trump hélt blaðamannafund á heimili sínu í Flórída þar sem hann talaði í rúma klukkustund. Hann fór yfir víðan völl eins og venjulega og gagnrýndi núverandi forseta Joe Biden harðlega. Trump segist ætla að leiða Bandaríkin til baka á hæsta stall og sagði að hann og stuðningsmenn hans verði að bjarga Bandaríkjunum. Trump hafði ítrekað ýjað sterklega að framboði og því kemur yfirlýsingin ekki sérstaklega á óvart. Hinsvegar hafa áhrifamenn í Repúblikanaflokknum margir hverjir stigið fram síðustu daga og lýst andstöðu sinni við framboð Trumps, og ekki síður við tímasetningu yfirlýsingarinnar. Repúblikönum gekk ekki nærri því eins vel og spáð hafði verið í þingkosningunum á dögunum og raunar er enn tvísýnt um að þeir nái völdum í fulltrúadeildinni, sem fyrir kosningar hafði verið talið einskonar formsatriði. Þeir frambjóðendur flokksins sem Trump studdi hvað dyggilegast við bakið á í kosningabaráttunni töpuðu margir hverjir og því er það gagnrýnt að Trump lýsi yfir framboði svo snemma eftir kosningarnar. Trump er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði en líklegt er talið að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Þar hafa verið nefndir Mike Pence fyrrverandi varaforseti Trumps og Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Trump hélt blaðamannafund á heimili sínu í Flórída þar sem hann talaði í rúma klukkustund. Hann fór yfir víðan völl eins og venjulega og gagnrýndi núverandi forseta Joe Biden harðlega. Trump segist ætla að leiða Bandaríkin til baka á hæsta stall og sagði að hann og stuðningsmenn hans verði að bjarga Bandaríkjunum. Trump hafði ítrekað ýjað sterklega að framboði og því kemur yfirlýsingin ekki sérstaklega á óvart. Hinsvegar hafa áhrifamenn í Repúblikanaflokknum margir hverjir stigið fram síðustu daga og lýst andstöðu sinni við framboð Trumps, og ekki síður við tímasetningu yfirlýsingarinnar. Repúblikönum gekk ekki nærri því eins vel og spáð hafði verið í þingkosningunum á dögunum og raunar er enn tvísýnt um að þeir nái völdum í fulltrúadeildinni, sem fyrir kosningar hafði verið talið einskonar formsatriði. Þeir frambjóðendur flokksins sem Trump studdi hvað dyggilegast við bakið á í kosningabaráttunni töpuðu margir hverjir og því er það gagnrýnt að Trump lýsi yfir framboði svo snemma eftir kosningarnar. Trump er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði en líklegt er talið að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Þar hafa verið nefndir Mike Pence fyrrverandi varaforseti Trumps og Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21
Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11