Spjallmennið og póstmeistarinn Freyja Auðunsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur. Bæjarpóstur var sá kallaður á Akureyri sem bar út póst á árum áður og menn báru sérstakar bréfhirðingatöskur. Þá voru krossbandssendingar mikið notaðar fyrir blöð og annað prentað mál og póstpokar voru áberandi – voru víst stundum keyptir frá dönskum tugthúsum. Í dag blæs enginn í póstlúður en nú tölum við hins vegar um hjólapósta sem þeysast um hverfin á rafhjólum með gluggapóst og fólk sækir pakkana sína í póstbox eða jafnvel í pakkaport. Ýmis orð hafa fest sig í sessi, eins og pakkaflokkari, bréfaflokkunarvél, Póststoð, Póstmiðstöð, fjölpóstur, markpóstur, dreifikerfi, afhendingarleiðir, vefþjónustugátt og svo framvegis og svo framvegis. Helsta áskorun okkar hjá Póstinum er, eins og hjá flestum, að halda á lofti íslenskum hugtökum og heitum í þeirri tæknibyltingu sem ríður yfir. Vefurinn og sjálfsafgreiðslukerfin, með öllum þeim forritum, skipunum og tengingum sem þeim fylgir, kalla á ný orð og heiti. Þá skiptir öllu máli að þau séu gagnsæ og auðskiljanleg fyrir viðskiptavini okkar. Njáll, hinn eins árs gamli kisi, er spjallmennið okkar hjá Póstinum. Hann talar íslensku og hér leggja sig allir fram um að veita honum gott máluppeldi. Hann fær ótal fyrirspurnir á dag úr ólíkum áttum en hann heldur ró sinni og svarar öllum vinalega á vönduðu rafmáli og reynir að gefa eins greinargóðar upplýsingar og honum er unnt. Fleiri vélmenni hafa fengið íslensk heiti hjá Póstinum. Eitt þeirra heitir Magni. Hann er mikill liðsauki í flokkun og dreifingu pakka. Til að finna nafn á þennan öfluga samstarfsmann var ákveðið að efna til nafnasamkeppni innan Póstsins og bárust margar góðar tillögur eins og Kolkrabbinn, Trölli, Þjarkur og Grýla. Þó að þetta sé meira í gamni gert er mikilvægt að fólk komi sér saman um ákveðna orðanotkun til að auðvelda samskipti og koma í veg fyrir misskilning. Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í póstþjónustu, og þess vegna er nauðsynlegt að skapa íslenskan póstorðaforða, ekki síst í hinum síbreytilega stafræna heimi. Höfundur er efnisstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Pósturinn Stafræn þróun Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur. Bæjarpóstur var sá kallaður á Akureyri sem bar út póst á árum áður og menn báru sérstakar bréfhirðingatöskur. Þá voru krossbandssendingar mikið notaðar fyrir blöð og annað prentað mál og póstpokar voru áberandi – voru víst stundum keyptir frá dönskum tugthúsum. Í dag blæs enginn í póstlúður en nú tölum við hins vegar um hjólapósta sem þeysast um hverfin á rafhjólum með gluggapóst og fólk sækir pakkana sína í póstbox eða jafnvel í pakkaport. Ýmis orð hafa fest sig í sessi, eins og pakkaflokkari, bréfaflokkunarvél, Póststoð, Póstmiðstöð, fjölpóstur, markpóstur, dreifikerfi, afhendingarleiðir, vefþjónustugátt og svo framvegis og svo framvegis. Helsta áskorun okkar hjá Póstinum er, eins og hjá flestum, að halda á lofti íslenskum hugtökum og heitum í þeirri tæknibyltingu sem ríður yfir. Vefurinn og sjálfsafgreiðslukerfin, með öllum þeim forritum, skipunum og tengingum sem þeim fylgir, kalla á ný orð og heiti. Þá skiptir öllu máli að þau séu gagnsæ og auðskiljanleg fyrir viðskiptavini okkar. Njáll, hinn eins árs gamli kisi, er spjallmennið okkar hjá Póstinum. Hann talar íslensku og hér leggja sig allir fram um að veita honum gott máluppeldi. Hann fær ótal fyrirspurnir á dag úr ólíkum áttum en hann heldur ró sinni og svarar öllum vinalega á vönduðu rafmáli og reynir að gefa eins greinargóðar upplýsingar og honum er unnt. Fleiri vélmenni hafa fengið íslensk heiti hjá Póstinum. Eitt þeirra heitir Magni. Hann er mikill liðsauki í flokkun og dreifingu pakka. Til að finna nafn á þennan öfluga samstarfsmann var ákveðið að efna til nafnasamkeppni innan Póstsins og bárust margar góðar tillögur eins og Kolkrabbinn, Trölli, Þjarkur og Grýla. Þó að þetta sé meira í gamni gert er mikilvægt að fólk komi sér saman um ákveðna orðanotkun til að auðvelda samskipti og koma í veg fyrir misskilning. Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í póstþjónustu, og þess vegna er nauðsynlegt að skapa íslenskan póstorðaforða, ekki síst í hinum síbreytilega stafræna heimi. Höfundur er efnisstjóri Póstsins.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun