Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.
Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Mér finnst skemmtilegast þegar fólk notar tísku sem sjálfstjáningarform og maður getur að einhverju leyti séð hvaða týpa viðkomandi er bara út frá klæðaburði.
Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Uppáhalds flíkin mín er líklega Marimekko kápa sem langamma mín átti. Hún er reversible með eina hliðina röndótta og hina svarta en það sést alltaf í hliðina sem maður er ekki í á ermunum og kraganum.
Mér finnst ótrúlegt hvað hún er enn þá í góðu standi miðað við aldur og hvað ég nota hana oft en mér finnst það sýna svo vel að vel gerð föt eiga að endast.

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Það er mjög mismunandi og fer alveg eftir skapinu mínu og hvert ég er að fara. Ef ég veit að ég vil vera í einhverju flottu outfitti reyni ég oft að velja það daginn áður svo ég hafi nægan tíma til að kanna alla möguleikana.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Mikið af oversized flíkum og layering með nærfötum inn á milli. Ég klæðist í mjög miklu svörtu og hvítu en reyni að bæta litum inn í með fylgihlutum og skóm.
Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Já að einhverju leyti en mér finnst ég hafa náð að finna minn persónulega stíl fyrir kannski einu til tveimur árum.
Ég er samt alltaf opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt en núna veit ég betur hvað fer mér og hvað ekki.
Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Ég sæki innblástur frá bekkjarfélögum mínum í fatahönnun og yfir höfuð frá öllum sem ég sé sem mér finnst klæða sig flott. Þótt að stíllinn þeirra sé kannski allt annar en minn finnst mér ég oft geta séð eitthvað element sem ég vil prófa eða innleiða í minn stíl.
Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Reyndu að byggja upp þinn persónulega stíl frekar en að fylgja trendum.
Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?
Reyndu að byggja upp fataskáp af flíkum sem þú munt nota á fjölbreyttan hátt. Til dæmis að kaupa ekki einhvern fast fashion topp sem þú munt nota tvisvar sinnum, frekar að kaupa eitthvað aðeins dýrara sem þú munt eiga og nota næstu fimm árin og lengur.
Hugsaðu um efni og gæði og ekki kaupa eitthvað nýtt ef þú gætir fengið það ódýrara og í betri gæðum í thrift búð.