Rúnar Alex: Þegar undankeppnin hefst verður refsað fyrir svona mistök Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:30 Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn fyrir Ísland í dag gegn Litáen. KSÍ Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Íslands í dag þegar liðið lagði Litáen í vítaspyrnukeppni í Eystrasaltsbikarnum í dag. Hann var fyrst og fremst ánægður með að liðið hafi haldið hreinu í dag. „Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
„Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01