Rúnar Alex: Þegar undankeppnin hefst verður refsað fyrir svona mistök Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:30 Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn fyrir Ísland í dag gegn Litáen. KSÍ Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Íslands í dag þegar liðið lagði Litáen í vítaspyrnukeppni í Eystrasaltsbikarnum í dag. Hann var fyrst og fremst ánægður með að liðið hafi haldið hreinu í dag. „Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
„Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01