Þá segjum við frá nýjustu vendingum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og ræðum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um sæstrengi og þjóðaröryggismál. Hún staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert.
Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa. Fjörutíu og sex sambærileg mál mannsins eru til skoðunar hjá búðinni. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir sjálfsafgreiðslukassa sérútbúna til að stöðva þjófa.
Þá fjöllum við um lygilegt mál brasilískrar konu, sem hlaut nýverið 50 ára fangelsisdóm, og segjum frá nýju lífi eins elsta húss Skagastrandar.