Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að taka á móti allt að fimmtán hundruð flóttamönnum á næsta ári. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra vona að fleiri sveitarfélög skrifi undir slíka samninga við ríkið sem fyrst.
Tímamót urðu í dag þegar forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Úkraínu, í fyrsta sinn frá því hann tók við embætti. Hann hét Selenskí áframhaldandi ríkulegum stuðningi Breta. Þá styrkist tenging Kherson-borgar við umheiminn nú með degi hverjum, þó staðan sé enn alvarleg.
Þá hittum við eina karlinn sem nemur fótaaðgerðafræði á Íslandi um þessar mundir og fylgjumst með því þegar jólakötturinn, einn helsti boðberi jóla í Reykjavík, var tendraður við spennuþrungna athöfn á Lækjartorgi í dag.