Ökumaður í vímu velti bílnum, ók á ljósastaur og á húsvegg Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 06:16 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna komu við sögu. Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi. Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi.
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira