Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Frá 2009 hafa símaatkvæði vegið til jafns við atkvæði dómnefnda á undanúrslitakvöldunum sem eru tvö talsins. Tíu þjóðir komast áfram hvort kvöldið.
Á undanúrslitakvöldinu munu dómnefndir landanna þó greiða atkvæði en niðurstöður þeirra verða ekki notaðar nema ef til þess kemur að eitthvað fari úrskeðis í símaatkvæðagreiðslunni.
Allur heimurinn getur tekið þátt
Þar að auki verður allri heimsbyggðinni leyft að kjósa sitt uppáhalds atriði. Þá getur fólk frá öllum löndum heimsins, hvort sem um er að ræða þátttökuþjóðir eða ekki, greitt atkvæði á netinu. Þannig geta allir greitt sínu uppáhaldslagi atkvæði. Atkvæðum frá löndum utan keppni verður safnað saman og vægi þeirra verður eins og stig frá einu þátttökulandi.
Netkosningin mun fara fram í gegnum öruggt greiðslukerfi. Tilgangur breytinganna er meðal annars vegna svindls sem kom upp í fyrra sem þau vilja koma í veg fyrir í framtíðinni.
Fréttin hefur verið uppfærð.