Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar verður opnað í stað Stjörnutorgs á allra næstu dögum og hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott.
Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu Vísis sem hefst um hálf tólf:
Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar sagði í gær að fréttir af lokun Stjörnutorgs hafi vakið upp blendnar tilfinningar hjá mörgum. Sumir hræðist breytingarnar á meðan aðrir séu spenntir: „Þessi hæð verður svo miklu meira en mathöll eða matartorg, þess vegna var nafnið Stjörnutorg ekki lengur við hæfi, af því þetta verður svo miklu meira,“ segir Baldvina.