Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2022 23:15 Gianni Infantino, forseti FIFA. Stephen McCarthy/Getty Images Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA. Vanda ræddi við Fótbolti.net í dag og staðfesti að KSÍ væri meðal þeirra sambanda sem styddi við bakið á Infantino, eða hefði stutt við bak hans öllu heldur. Það stefnir allt í að Infantino verði endurkjörinn sem forseti FIFA en orðspor hans hefur beðið hnekki vegna atburðanna í kringum HM í Katar. Infantino var ætlað að þrífa skítinn og taka til hjá FIFA eftir að Sepp Blatter og fleiri voru reknir með skömm. Það virðist ekki hafa gengið eftir og er Infantino fluttur til Katar. Í viðtali sínu við Fótbolti.net sagði Vanda að KSÍ hefði sent inn bréf til stuðnings Infantino því „ef horft er til lengri tíma þá hefur hann komið ýmsu góðu í verk.“ „Í ljósi síðustu daga og þeirra vonbrigða sem við urðum fyrir með Infantino og FIFA munum við endurskoða þessa ákvörðun. Við höfum einnig komið vonbrigðum okkar skýrt á framfæri við fulltrúa FIFA,“ bætti Vanda við. Vilja segja sig úr FIFA Danir hafa gengið skrefinu lengra. Knattspyrnusambandið þar í landi hefur gefið út að það styðji ekki endurkjör Infantino. Þá hefur það einnig sagt að það muni íhuga að segja sig úr FIFA. „Ákvörðunin hefur ekki verið tekin en við höfum verið þessarar skoðunar í langan tíma. Við höfum verið að ræða við önnur Norðurlönd síðan í ágúst,“ sagði Jakob Jensen, framkvæmdastjóri danska knattspyrnusambandsins. Denmark have revealed they are ready to discuss a blanket withdrawal from FIFA alongside other UEFA nations amid the ongoing row over the #OneLove armbands.https://t.co/JP07HcQxP5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2022 „Norðurlöndin vinna náið saman og ef Danir bjóða til umræðna, hverjar svo sem þær umræður eru, þá munum við að sjálfsögðu taka þátt og hlusta á þeirra sjónarmið,“ sagði Vanda að endingu. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Danmörk KSÍ Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46 Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira
Vanda ræddi við Fótbolti.net í dag og staðfesti að KSÍ væri meðal þeirra sambanda sem styddi við bakið á Infantino, eða hefði stutt við bak hans öllu heldur. Það stefnir allt í að Infantino verði endurkjörinn sem forseti FIFA en orðspor hans hefur beðið hnekki vegna atburðanna í kringum HM í Katar. Infantino var ætlað að þrífa skítinn og taka til hjá FIFA eftir að Sepp Blatter og fleiri voru reknir með skömm. Það virðist ekki hafa gengið eftir og er Infantino fluttur til Katar. Í viðtali sínu við Fótbolti.net sagði Vanda að KSÍ hefði sent inn bréf til stuðnings Infantino því „ef horft er til lengri tíma þá hefur hann komið ýmsu góðu í verk.“ „Í ljósi síðustu daga og þeirra vonbrigða sem við urðum fyrir með Infantino og FIFA munum við endurskoða þessa ákvörðun. Við höfum einnig komið vonbrigðum okkar skýrt á framfæri við fulltrúa FIFA,“ bætti Vanda við. Vilja segja sig úr FIFA Danir hafa gengið skrefinu lengra. Knattspyrnusambandið þar í landi hefur gefið út að það styðji ekki endurkjör Infantino. Þá hefur það einnig sagt að það muni íhuga að segja sig úr FIFA. „Ákvörðunin hefur ekki verið tekin en við höfum verið þessarar skoðunar í langan tíma. Við höfum verið að ræða við önnur Norðurlönd síðan í ágúst,“ sagði Jakob Jensen, framkvæmdastjóri danska knattspyrnusambandsins. Denmark have revealed they are ready to discuss a blanket withdrawal from FIFA alongside other UEFA nations amid the ongoing row over the #OneLove armbands.https://t.co/JP07HcQxP5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2022 „Norðurlöndin vinna náið saman og ef Danir bjóða til umræðna, hverjar svo sem þær umræður eru, þá munum við að sjálfsögðu taka þátt og hlusta á þeirra sjónarmið,“ sagði Vanda að endingu.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Danmörk KSÍ Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46 Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira
Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31
Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46
Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00
Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01