„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 21:26 Ísak Máni Wium hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta. Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak. Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak.
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti