Telja lokun Sogns hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fanga, aðstandendur og samfélagið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:42 Sogn er annað af tveimur opnum úrræðum fyrir afplánun á Íslandi, og eina úrræði af því tagi sem konum stendur til boða. Vísir/Magnús Hlynur Fyrirhuguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rannsóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsismálum á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Aðstoðar eftir afplánun vegna nýlegra frétta af hugsanlegri lokun fangelsisins að Sogni. Sogn er annað af tveimur opnum úrræðum fyrir afplánun á Íslandi, og eina úrræði af því tagi sem konum stendur til boða. Fagráð verkefnisins Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum lýsir yfir miklum vonbrigðum og verulegum áhyggjum vegna þessarar fyrirhuguðu lokunar. Þungt rekstrarumhverfi Fram kom í frétt Vísis í gær að fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Á minnisblaði dómsmálaráðuneytisins er tekið fram að rekstrarumhverfi fangelsiskerfisins á Íslandi hafi verið mjög þungt um margra ára skeið og hefur það kallað á miklar tilfæringar og gríðarlegt aðhald. Rekstrarvandi stofnunarinnar er nokkuð margþættur en ljóst er að uppsafnaður niðurskurður á grunnfjárheimildir stofnunarinnar vegur þar þyngst. Miðað við núverandi fjárhagsstöðu og rekstrarútlit það sem eftir lifir árs þarf að lágmarki 150 m.kr. á fjáraukalögum til að stofnunin geti með góðu móti byrjað næsta rekstrarár með þokkalega hreint borð fjárhagslega. Fjölga þarf opnum úrræðum Verkefnið Aðstoð eftir afplánun snýr að stuðningi við þau sem eru að ljúka afplánun. Lögð er áhersla á að það sé á ábyrgð okkar allra að styðja við einstaklinga í afplánun og þau sem koma úr afplánun með von um aukin lífsgæði þeirra og aðstandenda. „Við erum eindregið þeirrar skoðunar að styrkja verði þennan málaflokk með fjölbreyttum stuðningsúrræðum og auknu námsframboði á meðan á afplánun stendur. Innleiða þarf betrunarstefnu í málaflokkinn og fjölga þarf opnum úrræðum eins og á Sogni, Kvíabryggju og á Vernd en ekki loka þeim eða takmarka,“ segir í fyrrnefndri ályktun fagráðsins. Fagráðið leggur til að Ísland feti í fótspor nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndunum í fangelsismálum og auki möguleika dómþola á afplánun í opnun fangelsum og utan fangelsa eins og með samfélagsþjónustu. Mikilvægt sé að einstaklingar séu í jákvæðum tengslum við fjölskyldu, börn sín og vini og eigi góðan möguleika á fjölbreyttum stuðningsúrræðum á meðan afplánun stendur. Hægt að draga úr endurkomum Þá bendir fagráðið á að rannsóknir sýni ítrekað að þau sem rækta fjölskyldutengsl, býðst að vera virk, stunda vinnu eða nám á meðan afplánun stendur gengur mun betur að fóta sig í samfélaginu eftir að afplánun lýkur og dregur það m.a. úr endurkomu í fangelsi. Fagráðið hvetur ráðamenn til að endurskoða ákvörðun sína um að loka opna fangelsinu á Sogni. „Við teljum að lokun á slíku opnu fangelsi muni hafa alvarlegar afleiðingar á einstaklinga í afplánun, aðstandendur þeirra og samfélagið allt.“ Undir ályktunina rita Arndís Vilhjálmsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur M.Sc, Auður Guðmundsdóttir, verkstjóri hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, Bjarnheiður P. Björgvinsdóttir, verkefnastjóri Aðstoðar eftir afplánun RKÍ, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, Sigríður Ella Jónsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun og fjölskyldufræðingur hjá Heilshugar. Fangelsismál Ölfus Tengdar fréttir Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56 Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sogn er annað af tveimur opnum úrræðum fyrir afplánun á Íslandi, og eina úrræði af því tagi sem konum stendur til boða. Fagráð verkefnisins Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum lýsir yfir miklum vonbrigðum og verulegum áhyggjum vegna þessarar fyrirhuguðu lokunar. Þungt rekstrarumhverfi Fram kom í frétt Vísis í gær að fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Á minnisblaði dómsmálaráðuneytisins er tekið fram að rekstrarumhverfi fangelsiskerfisins á Íslandi hafi verið mjög þungt um margra ára skeið og hefur það kallað á miklar tilfæringar og gríðarlegt aðhald. Rekstrarvandi stofnunarinnar er nokkuð margþættur en ljóst er að uppsafnaður niðurskurður á grunnfjárheimildir stofnunarinnar vegur þar þyngst. Miðað við núverandi fjárhagsstöðu og rekstrarútlit það sem eftir lifir árs þarf að lágmarki 150 m.kr. á fjáraukalögum til að stofnunin geti með góðu móti byrjað næsta rekstrarár með þokkalega hreint borð fjárhagslega. Fjölga þarf opnum úrræðum Verkefnið Aðstoð eftir afplánun snýr að stuðningi við þau sem eru að ljúka afplánun. Lögð er áhersla á að það sé á ábyrgð okkar allra að styðja við einstaklinga í afplánun og þau sem koma úr afplánun með von um aukin lífsgæði þeirra og aðstandenda. „Við erum eindregið þeirrar skoðunar að styrkja verði þennan málaflokk með fjölbreyttum stuðningsúrræðum og auknu námsframboði á meðan á afplánun stendur. Innleiða þarf betrunarstefnu í málaflokkinn og fjölga þarf opnum úrræðum eins og á Sogni, Kvíabryggju og á Vernd en ekki loka þeim eða takmarka,“ segir í fyrrnefndri ályktun fagráðsins. Fagráðið leggur til að Ísland feti í fótspor nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndunum í fangelsismálum og auki möguleika dómþola á afplánun í opnun fangelsum og utan fangelsa eins og með samfélagsþjónustu. Mikilvægt sé að einstaklingar séu í jákvæðum tengslum við fjölskyldu, börn sín og vini og eigi góðan möguleika á fjölbreyttum stuðningsúrræðum á meðan afplánun stendur. Hægt að draga úr endurkomum Þá bendir fagráðið á að rannsóknir sýni ítrekað að þau sem rækta fjölskyldutengsl, býðst að vera virk, stunda vinnu eða nám á meðan afplánun stendur gengur mun betur að fóta sig í samfélaginu eftir að afplánun lýkur og dregur það m.a. úr endurkomu í fangelsi. Fagráðið hvetur ráðamenn til að endurskoða ákvörðun sína um að loka opna fangelsinu á Sogni. „Við teljum að lokun á slíku opnu fangelsi muni hafa alvarlegar afleiðingar á einstaklinga í afplánun, aðstandendur þeirra og samfélagið allt.“ Undir ályktunina rita Arndís Vilhjálmsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur M.Sc, Auður Guðmundsdóttir, verkstjóri hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, Bjarnheiður P. Björgvinsdóttir, verkefnastjóri Aðstoðar eftir afplánun RKÍ, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, Sigríður Ella Jónsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun og fjölskyldufræðingur hjá Heilshugar.
Fangelsismál Ölfus Tengdar fréttir Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56 Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56
Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30