Sigurður: Extra sætt að vinna á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 26. nóvember 2022 17:20 Sigurður Bragason var extra sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Vilhelm ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Eyjakonur voru með yfirhöndina framan af en norðankonur komu vel inn í seinni hálfleik og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútu leiksins. „Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu. Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
„Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu.
Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43