KSÍ segir ráðuneytið hafa gefið grænt ljós á samning við Sáda Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2022 16:14 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur ekki viljað gefa upp hve mikið Sádar borguðu fyrir vináttulandsleik við Ísland fyrr í þessum mánuði. vísir/Arnar Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf og landsleik á milli Íslands og Sádi-Arabíu í fótbolta, samkvæmt svari við fyrirspurn Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári. Þetta er fullyrt í frétt á vef KSÍ í dag í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um samkomulag sambandsins við knattspyrnusamband Sádi-Arabíu. KSÍ vitnar í svar ráðuneytisins og segir að í því hafi komið fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir“. Karlalandslið þjóðanna mættust í vináttulandsleik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í byrjun þessa mánaðar, þar sem Sádar unnu 1-0 sigur í undirbúningi sínum fyrir HM. Sádar borguðu KSÍ fyrir þann leik en sambandið hefur ekki viljað gefa upp hve há sú upphæð er. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, svaraði gagnrýni á sambandið fyrir að samþykkja leik við Sáda, vegna þeirra mannréttindabrota sem látin eru viðgangast í landinu, og sagðist í viðtali við Vísi í sumar skilja að ekki væru allir sáttir við að leikurinn færi fram. Þar sagði Vanda að KSÍ hefði leitað ráða hjá utanríkisráðuneytinu til að vita hvort eitthvað mælti gegn því að leikurinn yrði spilaður. Sagði hún að svo hefði ekki verið, og að KSÍ vildi frekar reyna að nýta fótboltann og samtöl til að ná fram breytingum til góðs frekar en að hafna tilboði Sáda. Í umfjöllun Stundarinnar í dag segir að KSÍ hafi aftur á móti ekki fengið grænt ljós frá utanríkisráðuneytinu, og er vitnað í svar frá ráðuneytinu sem Stundin segir sýna að fyrirspurn KSÍ hafi snúist um „samstarf“ sem KSÍ hafi ráðgert að eiga við Sádi-Arabíu. Samstarfið hafi snúist um uppbyggingu kvennaknattspyrnu í Sádi-Arabíu. KSÍ hefur nú ítrekað að utanríkisráðuneytið hafi svo sannarlega ekkert athugavert séð við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik Íslands og Sádi-Arabíu. Yfirlýsingu KSÍ má lesa í heild hér að neðan. Vegna umfjöllunar um samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu Varðandi samskipti KSÍ við utanríkisráðuneytið vill sambandið koma því á framfæri að haustið 2021 hófust samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu þar sem ræddar voru hugmyndir um samstarf. Hugmyndirnar voru í mörgum liðum og snerust allar um að skiptast á þekkingu og fræðslu um uppbyggingu knattspyrnu, allt frá starfsemi og rekstri knattspyrnusambanda yfir í réttindamál, sem og grasrótarstarf, kvennaknattspyrnu og afreksstarf. Einnig var rætt um mögulegan vináttuleik milli landsliða þjóðanna í janúar 2022. Í kjölfarið hafði KSÍ samband við utanríkisráðuneytið til að afla upplýsinga og ráðgjafar vegna stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Utanríkisráðuneytið svaraði og sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik. Ekki varð þó af þessu samstarfi og ekki varð af janúar-leiknum. Í vor barst svo beiðni frá Knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu um vináttuleik þjóðanna í nóvember. KSÍ leitaði ekki eftir áliti utanríkisráðuneytisins vegna þess leiks – því svarið lá fyrir þegar halda átti leik í janúar. Í svari formanns KSÍ í viðtali við Vísi frá því í júní á þessu ári, sem vitnað hefur verið til í fréttum fjölmiðla, er formaðurinn að vísa til þeirra gagna sem lágu fyrir. Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir”. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Sádar eru á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar og vöktu mikla athygli með fræknum 2-1 sigri sínum gegn Argentínu í fyrsta leik en töpuðu svo 2-0 gegn Póllandi um helgina. Fótbolti KSÍ Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt á vef KSÍ í dag í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um samkomulag sambandsins við knattspyrnusamband Sádi-Arabíu. KSÍ vitnar í svar ráðuneytisins og segir að í því hafi komið fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir“. Karlalandslið þjóðanna mættust í vináttulandsleik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í byrjun þessa mánaðar, þar sem Sádar unnu 1-0 sigur í undirbúningi sínum fyrir HM. Sádar borguðu KSÍ fyrir þann leik en sambandið hefur ekki viljað gefa upp hve há sú upphæð er. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, svaraði gagnrýni á sambandið fyrir að samþykkja leik við Sáda, vegna þeirra mannréttindabrota sem látin eru viðgangast í landinu, og sagðist í viðtali við Vísi í sumar skilja að ekki væru allir sáttir við að leikurinn færi fram. Þar sagði Vanda að KSÍ hefði leitað ráða hjá utanríkisráðuneytinu til að vita hvort eitthvað mælti gegn því að leikurinn yrði spilaður. Sagði hún að svo hefði ekki verið, og að KSÍ vildi frekar reyna að nýta fótboltann og samtöl til að ná fram breytingum til góðs frekar en að hafna tilboði Sáda. Í umfjöllun Stundarinnar í dag segir að KSÍ hafi aftur á móti ekki fengið grænt ljós frá utanríkisráðuneytinu, og er vitnað í svar frá ráðuneytinu sem Stundin segir sýna að fyrirspurn KSÍ hafi snúist um „samstarf“ sem KSÍ hafi ráðgert að eiga við Sádi-Arabíu. Samstarfið hafi snúist um uppbyggingu kvennaknattspyrnu í Sádi-Arabíu. KSÍ hefur nú ítrekað að utanríkisráðuneytið hafi svo sannarlega ekkert athugavert séð við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik Íslands og Sádi-Arabíu. Yfirlýsingu KSÍ má lesa í heild hér að neðan. Vegna umfjöllunar um samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu Varðandi samskipti KSÍ við utanríkisráðuneytið vill sambandið koma því á framfæri að haustið 2021 hófust samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu þar sem ræddar voru hugmyndir um samstarf. Hugmyndirnar voru í mörgum liðum og snerust allar um að skiptast á þekkingu og fræðslu um uppbyggingu knattspyrnu, allt frá starfsemi og rekstri knattspyrnusambanda yfir í réttindamál, sem og grasrótarstarf, kvennaknattspyrnu og afreksstarf. Einnig var rætt um mögulegan vináttuleik milli landsliða þjóðanna í janúar 2022. Í kjölfarið hafði KSÍ samband við utanríkisráðuneytið til að afla upplýsinga og ráðgjafar vegna stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Utanríkisráðuneytið svaraði og sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik. Ekki varð þó af þessu samstarfi og ekki varð af janúar-leiknum. Í vor barst svo beiðni frá Knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu um vináttuleik þjóðanna í nóvember. KSÍ leitaði ekki eftir áliti utanríkisráðuneytisins vegna þess leiks – því svarið lá fyrir þegar halda átti leik í janúar. Í svari formanns KSÍ í viðtali við Vísi frá því í júní á þessu ári, sem vitnað hefur verið til í fréttum fjölmiðla, er formaðurinn að vísa til þeirra gagna sem lágu fyrir. Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir”. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Sádar eru á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar og vöktu mikla athygli með fræknum 2-1 sigri sínum gegn Argentínu í fyrsta leik en töpuðu svo 2-0 gegn Póllandi um helgina.
Vegna umfjöllunar um samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu Varðandi samskipti KSÍ við utanríkisráðuneytið vill sambandið koma því á framfæri að haustið 2021 hófust samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu þar sem ræddar voru hugmyndir um samstarf. Hugmyndirnar voru í mörgum liðum og snerust allar um að skiptast á þekkingu og fræðslu um uppbyggingu knattspyrnu, allt frá starfsemi og rekstri knattspyrnusambanda yfir í réttindamál, sem og grasrótarstarf, kvennaknattspyrnu og afreksstarf. Einnig var rætt um mögulegan vináttuleik milli landsliða þjóðanna í janúar 2022. Í kjölfarið hafði KSÍ samband við utanríkisráðuneytið til að afla upplýsinga og ráðgjafar vegna stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Utanríkisráðuneytið svaraði og sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik. Ekki varð þó af þessu samstarfi og ekki varð af janúar-leiknum. Í vor barst svo beiðni frá Knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu um vináttuleik þjóðanna í nóvember. KSÍ leitaði ekki eftir áliti utanríkisráðuneytisins vegna þess leiks – því svarið lá fyrir þegar halda átti leik í janúar. Í svari formanns KSÍ í viðtali við Vísi frá því í júní á þessu ári, sem vitnað hefur verið til í fréttum fjölmiðla, er formaðurinn að vísa til þeirra gagna sem lágu fyrir. Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir”.
Fótbolti KSÍ Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira