Ekki of seint að gera betur Inga Sæland skrifar 29. nóvember 2022 14:31 Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kyriflega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga hvað lítur að skatta og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb-Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra málaflokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum, að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til, er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnframfærsla þeirra er sem fyrr, langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Fjárlagafrumvarp 2023 Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kyriflega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga hvað lítur að skatta og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb-Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra málaflokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum, að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til, er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnframfærsla þeirra er sem fyrr, langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun