Pyntingar á pyntingar ofan Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 23:00 Eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg hafa þeir gert ítrekaðar stórskotaliðsárásir á borgina. AP/Bernat Armangue Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við 24 ára lögregluþjón í bænum Chornobaivka, sem sagði frá því að rússneskir hermenn hefðu ruðst inn á heimili hans. Dmytro Bilyi sagði þá hafa hótað því að móðir hans og bróðir yrðu látin hverfa ef hann léti þá ekki fá skammbyssuna sem fylgdi lögreglustarfinu. Bilyi sagðist hafa látið þá hafa byssuna en þeir hafi samt handsamað hann og flutt hann í fangelsið í Kherson. Þar hafi þeir pyntað hann í marga daga og meðal annars með því að gefa honum raflost í eistun og eyrun. Hann lýsir upplifuninni eins og blóðið í honum hafi byrjað að sjóða og bruninn hafi verið gífurlega sársaukafullur. Faðir Bilyi er í úkraínska hernum og rússnesku hermennirnir vildu meðal annars vita hvar hann væri. Frásögnum sem þessum hefur farið fjölgandi en þær hafa borist frá öllum þeim svæðum sem Rússar hafa hörfað frá, frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í gær. Hvort sem það er af svæðinu norður af Kænugarði, í Kharkív-héraði eða í Kherson. Sjá einnig: Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Lögreglan í Úkraínu segist hafa rúmlega 460 stríðsglæpi til rannsóknar frá frelsuðum svæðum Kherson-héraðs. Talsmaður sagði AP að vitað væri til þess að fólk hefði verið pyntað í minnst tveimur lögreglustöðvum, fangelsi, heilsugæslustöð og annars staðar. Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum mannréttinda að frásagnirnar hingað til séu líklega bara upphafið. Þeim muni fjölga mjög, miðað við þær frásagnir sem bárust frá Kherson á þeim tíma sem Rússar héldu borginni. Þá gæti verið ómögulegt að ná utan um umfangið vegna þess að Rússar hafi stjórnað borginni í átta mánuði. Erfitt gæti reynst að finna sönnunargögn frá öllum þessum tíma. Sjá einnig: 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við fimm einstaklinga sem sögðust hafa verið pyntaðir, haldið föngum af Rússum eða þekkt fólk sem hvarf. Þeir sögðu Rússa virst hafa handsamað fólk af handahófi en stundum var það gert þegar fólk sem starfaði með Rússum benti á fólk sem það taldi vinna með úkraínska hernum. Fólk sagðist hafa verið haldið í þéttsetnum klefum og látið læra rússneska þjóðsönginn á meðan þau hlustuðu á öskur fólks sem verið var að pynta þar nærri. Skotnir með bundnar hendur Í grein New York Times er skrifað um fund líka sex manna í bænum Pravdyne skammt frá Kherson-borg. Þeir voru teknir af lífi af rússneskum hermönnum, skotnir í höfuðið með hendur bundnar fyrir aftan bak. Íbúar Pravdyne vita ekki hvað mennirnir heita fullum nöfnum en þeir voru utanbæjarmenn og höfðu verið fengnir til að vinna við öryggisgæslu fyrir úkraínskt landbúnaðarfyrirtæki. Í samtali við blaðamann NYT segja íbúar að einn mannanna hafi heitið Vlad. Hann hafi verið vinalegur og hafi verið í sambandi við stúlku í bænum sem hafði verið beitt ofbeldi af föður sínum. Íbúarnir segja að faðirinn hafi leitað til rússneskra hermanna og sakað Vlad og hina öryggisverðina um að njósna um hermennina fyrir úkraínska herinn. Viðmælandi AP, Igor, sýnir sár sem hann hlaut eftir pyntingar rússneskra hermanna.AP/Bernat Armangue Anatoliy Sikoza, sem bjó í næsta húsi við öryggisverðina, segist hafa vaknað um miðjan apríl við háværa sprengingu. Hann hljóp út og sá að húsið var hrunið. Þar sá hann einnig lík mannanna sex og stúlkunnar. Sikoza segist viss um að þau hefðu ekki dáið í sprengingunni enda hafi mennirnir verið með hendur bundnar fyrir aftan bak og bundið fyrir augun. Þá hafi áverkar á stúlkunni gefið til kynna að hún hefði verið kyrkt. Rússneskir hermenn bönnuðu Sikoza að grafa líkin. Þau hafi því legið í rústum hússins og þar hafi villihundar komist í þau. Fimm vikum eftir sprenginguna fékk hann loks leyfi til að grafa líkin og gróf hann mennina sex. Fjölskylda stúlkunnar gróf lík hennar annars staðar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45 Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21 Víða rafmagnslaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu í dag hafa leitt til þess að rafmagnslaust er víða um landið. Minnst þrír eru látnir og níu særðir í Kænugarði og er borgin þar að auki án neysluvatns í kjölfar árásanna. 23. nóvember 2022 15:32 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við 24 ára lögregluþjón í bænum Chornobaivka, sem sagði frá því að rússneskir hermenn hefðu ruðst inn á heimili hans. Dmytro Bilyi sagði þá hafa hótað því að móðir hans og bróðir yrðu látin hverfa ef hann léti þá ekki fá skammbyssuna sem fylgdi lögreglustarfinu. Bilyi sagðist hafa látið þá hafa byssuna en þeir hafi samt handsamað hann og flutt hann í fangelsið í Kherson. Þar hafi þeir pyntað hann í marga daga og meðal annars með því að gefa honum raflost í eistun og eyrun. Hann lýsir upplifuninni eins og blóðið í honum hafi byrjað að sjóða og bruninn hafi verið gífurlega sársaukafullur. Faðir Bilyi er í úkraínska hernum og rússnesku hermennirnir vildu meðal annars vita hvar hann væri. Frásögnum sem þessum hefur farið fjölgandi en þær hafa borist frá öllum þeim svæðum sem Rússar hafa hörfað frá, frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í gær. Hvort sem það er af svæðinu norður af Kænugarði, í Kharkív-héraði eða í Kherson. Sjá einnig: Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Lögreglan í Úkraínu segist hafa rúmlega 460 stríðsglæpi til rannsóknar frá frelsuðum svæðum Kherson-héraðs. Talsmaður sagði AP að vitað væri til þess að fólk hefði verið pyntað í minnst tveimur lögreglustöðvum, fangelsi, heilsugæslustöð og annars staðar. Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum mannréttinda að frásagnirnar hingað til séu líklega bara upphafið. Þeim muni fjölga mjög, miðað við þær frásagnir sem bárust frá Kherson á þeim tíma sem Rússar héldu borginni. Þá gæti verið ómögulegt að ná utan um umfangið vegna þess að Rússar hafi stjórnað borginni í átta mánuði. Erfitt gæti reynst að finna sönnunargögn frá öllum þessum tíma. Sjá einnig: 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við fimm einstaklinga sem sögðust hafa verið pyntaðir, haldið föngum af Rússum eða þekkt fólk sem hvarf. Þeir sögðu Rússa virst hafa handsamað fólk af handahófi en stundum var það gert þegar fólk sem starfaði með Rússum benti á fólk sem það taldi vinna með úkraínska hernum. Fólk sagðist hafa verið haldið í þéttsetnum klefum og látið læra rússneska þjóðsönginn á meðan þau hlustuðu á öskur fólks sem verið var að pynta þar nærri. Skotnir með bundnar hendur Í grein New York Times er skrifað um fund líka sex manna í bænum Pravdyne skammt frá Kherson-borg. Þeir voru teknir af lífi af rússneskum hermönnum, skotnir í höfuðið með hendur bundnar fyrir aftan bak. Íbúar Pravdyne vita ekki hvað mennirnir heita fullum nöfnum en þeir voru utanbæjarmenn og höfðu verið fengnir til að vinna við öryggisgæslu fyrir úkraínskt landbúnaðarfyrirtæki. Í samtali við blaðamann NYT segja íbúar að einn mannanna hafi heitið Vlad. Hann hafi verið vinalegur og hafi verið í sambandi við stúlku í bænum sem hafði verið beitt ofbeldi af föður sínum. Íbúarnir segja að faðirinn hafi leitað til rússneskra hermanna og sakað Vlad og hina öryggisverðina um að njósna um hermennina fyrir úkraínska herinn. Viðmælandi AP, Igor, sýnir sár sem hann hlaut eftir pyntingar rússneskra hermanna.AP/Bernat Armangue Anatoliy Sikoza, sem bjó í næsta húsi við öryggisverðina, segist hafa vaknað um miðjan apríl við háværa sprengingu. Hann hljóp út og sá að húsið var hrunið. Þar sá hann einnig lík mannanna sex og stúlkunnar. Sikoza segist viss um að þau hefðu ekki dáið í sprengingunni enda hafi mennirnir verið með hendur bundnar fyrir aftan bak og bundið fyrir augun. Þá hafi áverkar á stúlkunni gefið til kynna að hún hefði verið kyrkt. Rússneskir hermenn bönnuðu Sikoza að grafa líkin. Þau hafi því legið í rústum hússins og þar hafi villihundar komist í þau. Fimm vikum eftir sprenginguna fékk hann loks leyfi til að grafa líkin og gróf hann mennina sex. Fjölskylda stúlkunnar gróf lík hennar annars staðar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45 Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21 Víða rafmagnslaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu í dag hafa leitt til þess að rafmagnslaust er víða um landið. Minnst þrír eru látnir og níu særðir í Kænugarði og er borgin þar að auki án neysluvatns í kjölfar árásanna. 23. nóvember 2022 15:32 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45
Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21
Víða rafmagnslaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu í dag hafa leitt til þess að rafmagnslaust er víða um landið. Minnst þrír eru látnir og níu særðir í Kænugarði og er borgin þar að auki án neysluvatns í kjölfar árásanna. 23. nóvember 2022 15:32