Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2022 07:09 Ávinningurinn af lyfinu virðist hóflegur en er talin aukast með tímanum. Getty Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. Uppsöfnun prótínsins í heilanum veldur dauða heilafruma og hefur í langan tíma verið talin ein af megin orsökum alzheimers-sjúkdómsins. Vísindamenn segja lyfið marka tímamót í baráttunni gegn alzheimers en samkvæmt rannsóknum hægði það á framþróun sjúkdómsins hjá sjúklingum á byrjunarstigum. Þrátt fyrir að ávinningurinn af lyfinu virðist takmarkaður muni hann líklega aukast með tímanum. Enn er ekki vitað hversu stórt hlutverk uppsöfnun APP í heilanum spilar í framþróun alzheimers-sjúkdómsins en hún virðist hafa alvarleg áhrif hjá þeim sem hafa erft stökkbreytingar sem hafa áhrif á niðurbrot APP prótínsins og viðbrögð líkamans við því. Þess má geta að Íslensk erfðagreining hefur rannsakað umræddar stökkbreytingar og fundið aðra stökkbreytingu sem verndar gegn sjúkdómnum. Fyrirtækin sem standa að lyfinu, Biogen í Bandaríkjunum og Eisai í Japan, greindu frá frumniðurstöðum rannsókna sinna í september en þær voru ekki birtar fyrr en í gær, í New England Journal of Medicine. Rannsóknirnar leiddu í ljós að lyfið dró úr heilahrörnun sem nemur 27 prósentum á 18 mánuðum. Talið er að um 55 milljónir manna um allan heim þjáist af heilabilun og að um tveir þriðjuhlutar þessa hóps þjáist af alzheimera-sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er helsta dánarorsökin á Bretlandseyjum, þar sem flestir látast innan sjö ára frá greiningu. Hann er sagður kosta breska heilbrigðiskerfið 25 milljarða punda á ári. Hér má finna umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Uppsöfnun prótínsins í heilanum veldur dauða heilafruma og hefur í langan tíma verið talin ein af megin orsökum alzheimers-sjúkdómsins. Vísindamenn segja lyfið marka tímamót í baráttunni gegn alzheimers en samkvæmt rannsóknum hægði það á framþróun sjúkdómsins hjá sjúklingum á byrjunarstigum. Þrátt fyrir að ávinningurinn af lyfinu virðist takmarkaður muni hann líklega aukast með tímanum. Enn er ekki vitað hversu stórt hlutverk uppsöfnun APP í heilanum spilar í framþróun alzheimers-sjúkdómsins en hún virðist hafa alvarleg áhrif hjá þeim sem hafa erft stökkbreytingar sem hafa áhrif á niðurbrot APP prótínsins og viðbrögð líkamans við því. Þess má geta að Íslensk erfðagreining hefur rannsakað umræddar stökkbreytingar og fundið aðra stökkbreytingu sem verndar gegn sjúkdómnum. Fyrirtækin sem standa að lyfinu, Biogen í Bandaríkjunum og Eisai í Japan, greindu frá frumniðurstöðum rannsókna sinna í september en þær voru ekki birtar fyrr en í gær, í New England Journal of Medicine. Rannsóknirnar leiddu í ljós að lyfið dró úr heilahrörnun sem nemur 27 prósentum á 18 mánuðum. Talið er að um 55 milljónir manna um allan heim þjáist af heilabilun og að um tveir þriðjuhlutar þessa hóps þjáist af alzheimera-sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er helsta dánarorsökin á Bretlandseyjum, þar sem flestir látast innan sjö ára frá greiningu. Hann er sagður kosta breska heilbrigðiskerfið 25 milljarða punda á ári. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent