Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2022 08:01 Katarar styðja ekki lið með þessum hætti. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega? Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við. HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við.
HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira