Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 13:30 Christian Eriksen sést hér niðurbrotinn í leikslok í gær. AP/Aijaz Rahi Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Sjá meira
Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Sjá meira