Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um kókaínbjörninn mætt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. desember 2022 13:21 Kókaínbjörninn í allri sinni dýrð. Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Cocaine Bear, á íslensku kókaínbjörninn, var birt í gær. Kvikmyndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um svartbjörn sem étur mikið magn af kókaíni. Myndin er leikstýrð af Elizabeth Banks en mun þetta vera fjórða kvikmynd hennar. Hún leikstýrði einnig kvikmyndum á borð við Pitch Perfect 2 og Charlie's Angels. Þá hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og þáttum, meðal annars Modern Family, Hunger Games og 30 Rock. Kvikmyndin fjallar um björn sem finnur kókaín sem kastað hafði verið úr flugvél. Hann étur kókaínið og fer að myrða fólk í skóginum þar sem hann býr. Þrátt fyrir að söguþráðurinn hljómi mjög hæpinn og ótrúverðugur er hann byggður á sannsögulegum atburðum. Árið 1985 fóru rannsóknarlögreglumenn í ferð í Chattahoochee-Oconee skóginn í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum til að leita að kókaíni sem smyglarar höfðu kastað úr flugvél. Samtals höfðu smyglararnir kastað fjörutíu kílóum af kókaíni úr vélinni og var götuvirði efnanna á þeim tíma tuttugu milljónir dollara, rúmir 2,8 milljarðar íslenskra króna. Við leitina fannst stór svartbjörn sem hafði drepist. Í ljós kom að hann hafði étið kókaínið og fengið hjartaáfall. Fyrstu stiklu kvikmyndarinnar má sjá hér fyrir ofan en með hlutverk myndarinnar fara Ray heitinn Liotta sem lést fyrr á árinu, Keri Russell,Margo Martindale, O'Shea Jackson Jr, Jesse Tyler Ferguson og Alden Ehrenreich. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Dýr Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Myndin er leikstýrð af Elizabeth Banks en mun þetta vera fjórða kvikmynd hennar. Hún leikstýrði einnig kvikmyndum á borð við Pitch Perfect 2 og Charlie's Angels. Þá hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og þáttum, meðal annars Modern Family, Hunger Games og 30 Rock. Kvikmyndin fjallar um björn sem finnur kókaín sem kastað hafði verið úr flugvél. Hann étur kókaínið og fer að myrða fólk í skóginum þar sem hann býr. Þrátt fyrir að söguþráðurinn hljómi mjög hæpinn og ótrúverðugur er hann byggður á sannsögulegum atburðum. Árið 1985 fóru rannsóknarlögreglumenn í ferð í Chattahoochee-Oconee skóginn í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum til að leita að kókaíni sem smyglarar höfðu kastað úr flugvél. Samtals höfðu smyglararnir kastað fjörutíu kílóum af kókaíni úr vélinni og var götuvirði efnanna á þeim tíma tuttugu milljónir dollara, rúmir 2,8 milljarðar íslenskra króna. Við leitina fannst stór svartbjörn sem hafði drepist. Í ljós kom að hann hafði étið kókaínið og fengið hjartaáfall. Fyrstu stiklu kvikmyndarinnar má sjá hér fyrir ofan en með hlutverk myndarinnar fara Ray heitinn Liotta sem lést fyrr á árinu, Keri Russell,Margo Martindale, O'Shea Jackson Jr, Jesse Tyler Ferguson og Alden Ehrenreich.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Dýr Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein