Mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu Jódís Skúladóttir skrifar 1. desember 2022 14:30 Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun