Saman eiga þau Ari og Linda tvær dætur og hafði fjölskyldan hreiðrað um sig í fallegu húsi á Seltjarnarnesi. Smartland sagði fyrst frá skilnaðinum.
Ari er löngu orðinn einn ástsælasti uppistandari þjóðarinnar en vinsældir hans teygðu sig út fyrir landsteinana þegar uppistand hans, Pardon My Icelandic, var sýnt á streymisveitunni Netflix.
Linda Guðrún er ljósmyndari og hefur einnig verið að gera það gott í myndlistarheiminum.