Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á vef Matvælastofnunar þar sem ekki kemur fram í hverju hin alvarlegu brot fólust.
Tilkynning barst umræddum umráðamanni þann 22. nóvember síðastliðinn þar sem honum var tilkynnt um vörslusviptingu hrossa á bænum.
Flest hrossin á bænum voru í eigu viðkomandi umráðamanns en þó ekki öll. Öðrum eigendum var gefinn kostur á að taka hrossin í eigin umsjá.
Settur var bústjóri yfir búinu og hrossin flokkuð fyrr í vikunni. Var ákveðið, í samráði við eigandann, að senda fimmtíu og fimm hross til slátrunar.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.