Bein útsending: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 21:00 Tölvuteiknuð mynd af B-21 Raider huldusprengjuvélinni. AP/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna ætlar að opinbera nýja kynslóð huldusprengjuvéla í næstu viku en þær eru meðal annars hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Sprengjuvélarnar kallast B-21 Raider og eiga að leysa hinar víðþekktu vélar B-2 Spirit af hólmi. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira