„Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2022 21:35 Sigursteinn Arndal gat leyft sér að fagna í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir fimm marka sigur sinna mann gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-37. Hann segir að lokatölurnar gefi ekki rétta mynd af leiknum, enda var jafnt á öllum tölum fram á lokamínútur leiksins. „Mér líður mjög vel eftir alla sigurleiki,“ sagði Sigursteinn eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. „En það er rétt, lokatölurnar segja ekki mikið til um leikinn því þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu Selfossliði og það var hátt tempó fram og til baka. Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama þessa stundina.“ FH-ingar náðu í tvígang þriggja marka forskoti í síðari hálfleik, en áttu í miklum erfiðleikum með að slíta sig frá Selfyssingum. „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, en það var mjög erfitt að slíta þá frá okkur. Við vorum líka bara með unga útilínu sem gerði sín mistök, en ég er bara ofboðslega stoltur af þeim hvernig þeir kláruðu leikinn og sýndu þennan vilja sem þarf. Svo voru þeir bara eitursvalir á lokamínútunum.“ Þrátt fyrir að hafa leitt stærstan hluta leiksins byrjuðu FH-ingar leikinn ekki vel. Liðið lenti 4-0 undir og skoraði aðeins eitt mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Svo slæmt var það að Sigursteinn tók leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. „Við vorum bara hálf flatir og vorum ekki á hundrað eins og þarf að vera hérna á Selfossi. En sem betur fer bættum við í og uppskárum góðan sigur.“ FH-ingar fara í Garðabæinn næstkomandi mánudag þar sem liðið mætir Stjörnunni. FH og Stjarnan mættust í fyrstu umferð Olís-deildarinnar þar sem Garðbæingar unnu öruggan sigur og Sigursteinn segir að sínir menn ætli sér að hefna fyrir það. „FH stefnir á sigur í öllum leikjum og nú fáum við viku til að ná okkur og undirbúa okkur hrikalega vel. Stjarnan er með frábært lið og við töpuðum fyrir þeim í fyrstu umferð þannig við eigum harma að hefna,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Olís-deild karla FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira
„Mér líður mjög vel eftir alla sigurleiki,“ sagði Sigursteinn eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. „En það er rétt, lokatölurnar segja ekki mikið til um leikinn því þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu Selfossliði og það var hátt tempó fram og til baka. Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama þessa stundina.“ FH-ingar náðu í tvígang þriggja marka forskoti í síðari hálfleik, en áttu í miklum erfiðleikum með að slíta sig frá Selfyssingum. „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, en það var mjög erfitt að slíta þá frá okkur. Við vorum líka bara með unga útilínu sem gerði sín mistök, en ég er bara ofboðslega stoltur af þeim hvernig þeir kláruðu leikinn og sýndu þennan vilja sem þarf. Svo voru þeir bara eitursvalir á lokamínútunum.“ Þrátt fyrir að hafa leitt stærstan hluta leiksins byrjuðu FH-ingar leikinn ekki vel. Liðið lenti 4-0 undir og skoraði aðeins eitt mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Svo slæmt var það að Sigursteinn tók leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. „Við vorum bara hálf flatir og vorum ekki á hundrað eins og þarf að vera hérna á Selfossi. En sem betur fer bættum við í og uppskárum góðan sigur.“ FH-ingar fara í Garðabæinn næstkomandi mánudag þar sem liðið mætir Stjörnunni. FH og Stjarnan mættust í fyrstu umferð Olís-deildarinnar þar sem Garðbæingar unnu öruggan sigur og Sigursteinn segir að sínir menn ætli sér að hefna fyrir það. „FH stefnir á sigur í öllum leikjum og nú fáum við viku til að ná okkur og undirbúa okkur hrikalega vel. Stjarnan er með frábært lið og við töpuðum fyrir þeim í fyrstu umferð þannig við eigum harma að hefna,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
Olís-deild karla FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00