Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 10:14 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Vísir/Arnar Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði aldrei hafa staðið til að Framsýn yrði ekki með í þessum samningum. „Ég veit vel að það eru búin að vera að vinna gegn þessum samningi alls konar öfl og þetta var hluti af því. Að reyna að búa til óeiningu áður en skrifað var undir,“ sagði Aðalsteinn. Um óeininguna innan ASÍ segir Aðalsteinn að þetta sé sirkus sem stöðvist ekki. „Þessi lítilsvirðing sem er bundin við ákveðna verkalýðsforingja, sem halda þessari umræðu uppi og á lofti, það er bara óþolandi,“ sagði Aðalsteinn og vísaði hann til umræðu gegn samningum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífisins. Efling og VR slitu sig frá viðræðum SGS við Samtök atvinnulífsins. Þau eru því ekki hluti af samningunum sem skrifað var undir liðna helgi. Unnu vinnuna sína Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gagnrýnt SGS fyrir að hafa lokað kjarasamningi við SA. Hún hefur sagt að menn hefðu átt að fara sér hægar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið undir með Sólveigu Önnu og sagt að samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar hafi fyrir vikið versnað. „Ég er nú reynslubolti og þekki ágætlega vel til í þessum geira. Það má segja um þessa samninga að þeir eru góðir fyrir verkafólk, vegna þess að við erum að semja fyrir taxtafólkið. Við erum ekki að semja fyrir fólkið sem skammtar sér laun nánast eins og þeim dettur í hug,“ sagði Aðalsteinn. Þá sagði hann að það eina sem forsvarsmenn SGS hefðu gert hefði verið að vinna vinnuna sína. „Ég tek það fram. Starfsgreinasambandið, undir forystu Vilhjálms Birgissonar, við lögðum fram okkar kröfugerð í júní. Þar á undan var búin að eiga sér góð umræða í félögunum þar sem kallað var eftir áliti félagsmanna. Þar kom mjög skírt fram að krafan um það að samningar giltu frá þeim tíma sem samningarnir rynnu út þann fyrsta nóvember.“ Þetta segir Aðalsteinn að hafi verið lagt fram í júní og að viðræður hafi staðið yfir í um fjóra mánuði þegar skrifað var undir. „Ég veit það, af því það hefur komið ómakleg gagnrýni frá Eflingu, að þau skiluðu sinni kröfugerð nánast bara korteri í samningsslit. Það er að segja þegar samningurinn rann út fyrsta nóvember, eða einhverjum fjórum mánuðum síðar en við,“ segir Aðalsteinn. „Svo er verið að tala um að við bíðum. Við bara unnum okkar vinnu og erum að landa hérna samningi sem er bara ágætis samningur.“ Samningurinn gildir í eitt ár og Aðalsteinn segir að sest verði aftur við samningsborðið eftir líklega sex mánuði eða jafnvel fyrr. Hlusta má á viðtalið við Aðalstein í spilaranum hér að neðan. Mjög flókin gáta Um það af hverju Sólveig hefði stungið Vilhjálm í bakið, eins og Vilhjálmur sjálfur orðaði það, sagðist Aðalsteinn ekki skilja það. Hann sagðist telja að sagnfræðingar gætu ekki heldur leyst þessa gátu, því hún væri svo flókin. Sjá einnig: Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Þá sagði Aðalsteinn að þegar Lífskjarasamningarnir svokölluðu voru gerðir árið 2019 hafi það verið Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness sem hafi leitt það. Starfsgreinasambandinu hafi verið ýtt til hliðar þá og ekkert sérstakt samband hafi verið haft við það þegar þessi félög ákváðu að klára samninga. Þáverandi formaður var bara beðinn um að koma og skrifa undir. „Svo eru menn bara eitthvað hissa núna, snúa þessu á hvolf og segja af hverju var ekki beðið með að skrifa undir. Til hvers?“ spyr Aðalsteinn. Hann tók undir það að ástandið innan ASÍ væri mjög slæmt. „Nú er verið að skrifa og skrifa gegn þessum samningum og ég veit ekkert hvort þeim takist ætlunarverk sitt og komi í veg fyrir að þeir verði samþykktir, sem að ég tel mjög góða fyrir okkar fólk. Það má vel vera að þeir nái ekki í gegn en þá eru menn líka að fórna launahækkunum næstu mánuðina.“ Aðalsteinn sagðist hafa trú á því að samningarnir verði samþykktir en vildi ekki segja fólki hvort það ætti að samþykkja þá eða ekki. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. 6. desember 2022 15:24 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði aldrei hafa staðið til að Framsýn yrði ekki með í þessum samningum. „Ég veit vel að það eru búin að vera að vinna gegn þessum samningi alls konar öfl og þetta var hluti af því. Að reyna að búa til óeiningu áður en skrifað var undir,“ sagði Aðalsteinn. Um óeininguna innan ASÍ segir Aðalsteinn að þetta sé sirkus sem stöðvist ekki. „Þessi lítilsvirðing sem er bundin við ákveðna verkalýðsforingja, sem halda þessari umræðu uppi og á lofti, það er bara óþolandi,“ sagði Aðalsteinn og vísaði hann til umræðu gegn samningum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífisins. Efling og VR slitu sig frá viðræðum SGS við Samtök atvinnulífsins. Þau eru því ekki hluti af samningunum sem skrifað var undir liðna helgi. Unnu vinnuna sína Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gagnrýnt SGS fyrir að hafa lokað kjarasamningi við SA. Hún hefur sagt að menn hefðu átt að fara sér hægar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið undir með Sólveigu Önnu og sagt að samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar hafi fyrir vikið versnað. „Ég er nú reynslubolti og þekki ágætlega vel til í þessum geira. Það má segja um þessa samninga að þeir eru góðir fyrir verkafólk, vegna þess að við erum að semja fyrir taxtafólkið. Við erum ekki að semja fyrir fólkið sem skammtar sér laun nánast eins og þeim dettur í hug,“ sagði Aðalsteinn. Þá sagði hann að það eina sem forsvarsmenn SGS hefðu gert hefði verið að vinna vinnuna sína. „Ég tek það fram. Starfsgreinasambandið, undir forystu Vilhjálms Birgissonar, við lögðum fram okkar kröfugerð í júní. Þar á undan var búin að eiga sér góð umræða í félögunum þar sem kallað var eftir áliti félagsmanna. Þar kom mjög skírt fram að krafan um það að samningar giltu frá þeim tíma sem samningarnir rynnu út þann fyrsta nóvember.“ Þetta segir Aðalsteinn að hafi verið lagt fram í júní og að viðræður hafi staðið yfir í um fjóra mánuði þegar skrifað var undir. „Ég veit það, af því það hefur komið ómakleg gagnrýni frá Eflingu, að þau skiluðu sinni kröfugerð nánast bara korteri í samningsslit. Það er að segja þegar samningurinn rann út fyrsta nóvember, eða einhverjum fjórum mánuðum síðar en við,“ segir Aðalsteinn. „Svo er verið að tala um að við bíðum. Við bara unnum okkar vinnu og erum að landa hérna samningi sem er bara ágætis samningur.“ Samningurinn gildir í eitt ár og Aðalsteinn segir að sest verði aftur við samningsborðið eftir líklega sex mánuði eða jafnvel fyrr. Hlusta má á viðtalið við Aðalstein í spilaranum hér að neðan. Mjög flókin gáta Um það af hverju Sólveig hefði stungið Vilhjálm í bakið, eins og Vilhjálmur sjálfur orðaði það, sagðist Aðalsteinn ekki skilja það. Hann sagðist telja að sagnfræðingar gætu ekki heldur leyst þessa gátu, því hún væri svo flókin. Sjá einnig: Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Þá sagði Aðalsteinn að þegar Lífskjarasamningarnir svokölluðu voru gerðir árið 2019 hafi það verið Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness sem hafi leitt það. Starfsgreinasambandinu hafi verið ýtt til hliðar þá og ekkert sérstakt samband hafi verið haft við það þegar þessi félög ákváðu að klára samninga. Þáverandi formaður var bara beðinn um að koma og skrifa undir. „Svo eru menn bara eitthvað hissa núna, snúa þessu á hvolf og segja af hverju var ekki beðið með að skrifa undir. Til hvers?“ spyr Aðalsteinn. Hann tók undir það að ástandið innan ASÍ væri mjög slæmt. „Nú er verið að skrifa og skrifa gegn þessum samningum og ég veit ekkert hvort þeim takist ætlunarverk sitt og komi í veg fyrir að þeir verði samþykktir, sem að ég tel mjög góða fyrir okkar fólk. Það má vel vera að þeir nái ekki í gegn en þá eru menn líka að fórna launahækkunum næstu mánuðina.“ Aðalsteinn sagðist hafa trú á því að samningarnir verði samþykktir en vildi ekki segja fólki hvort það ætti að samþykkja þá eða ekki.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. 6. desember 2022 15:24 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. 6. desember 2022 15:24
Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09
Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. 5. desember 2022 18:07