Krufðu fyrstu rispuhöfrungana sem fundist hafa við Íslandsstrendur Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 11:50 Höfrungarnir fundust innst í Hrútafirði. Helga Dögg Lárusdóttir Tvo rispuhöfrunga rak á land við botn Hrútafjarðar um miðjan júlímánuð. Um er að ræða fyrstu höfrunga sinnar tegundar sem fundist hafa við Ísland. Þeir voru krufnir og verða beinagrindur þeirra varðveittar á Náttúrufræðistofnun. Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna
Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira