„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“ Snorri Másson skrifar 9. desember 2022 07:31 Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin. Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira