Skjalið er höfundarverk Júlíusar Þórs Björnssonar Waage verkfræðinema. Það uppfærist á fimm mínútna fresti með upplýsingum af vef Vínbúðarinnar og listinn sýnir á þessari stundu að ódýrasti bjórinn er hinn rótgróni íslenski lagerbjór Polar Beer. Innslagið má sjá hér að ofan, þar sem einnig er sýnt frá viðtalinu við Júlíus.
Hálfs lítra dós af Polar Beer kostar 299 krónur, sem þýðir að áfengishlutfallið miðað við verð er 7,53%, eins og gefið er upp í skjali Júlíusar Þórs. Til samanburðar er Don Simon Sangria, sem áður tróndi á toppnum sem ódýrasta áfengi verslunarinnar, með 6,67% hlutfall samkvæmt sama mælikvarða.

Að öðru leyti var vikið að því í þættinum sem Brynhildur Bolladóttir greindi frá á Twitter-síðu sinni nýverið, að 400 millilítra bjór á Hilton Nordica kosti heilar 1.800 krónur. Bent var á að hálfs lítra bjór á krana mætti fá á Viethouse í Breiðholti á 900 krónur, ef menn væru að reyna að spara á verðbólgutímum.
Hér að neðan má sjá viðtalið við Júlíus frá því í október: