Lengi skal manninn reyna Inga Sæland skrifar 8. desember 2022 15:02 Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Á svipstundu lækkuðu lífeyrisgreiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótarframlag frá TR. vegna aldurstengdrar örorku. Ég trúi því ekki að fólks sjái ekki óréttlætið og mismununina sem þarna blasir við. Í þessum hópi fátækustu eldri borgara landsins eru einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það, að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Ég lagði einnig til breytingatillögu við fjáraukann upp á 150 milljónir til hjálparstofnana sem styðja við þá sem eiga bágast í samfélaginu. Það er athyglinnar virði að sjá hvernig raunverulega er litið á þá sem stjórnvöld halda í það sárri fátækt að þau neyðast til að standa í löngum röðum fyrir framan hjálparstofnanir til að biðja um mat. Þörfin er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eftirspurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aftastir í röðinni þar sem maturinn er uppurin í það skiptið. Þannig verða margir frá að hverfa án þess að fá mat fyrir sig og börnin sín. Með tilliti til þess hvernig hægt er að ausa peningum í milljarða tuga vís eins og það að mubblera upp Seðlabankann og dytta að honum fyrir ríflega 3 milljarða króna. Eins og að óska eftir 6 milljörðum til að fjárfesta í Snobb Hill við Austurbakka (nýju Landsbankahöllinni). Eins og að ausa milljörðum í stólaskipti ráðuneyta. Eins og að tapa stórfé úr ríkissjóði með lækkun bankaskatts. Eins og að tapa milljörðum með því að sækja ekki aukna fjármuni til stórútgerðar sem hefur makað krókinn á sameiginlegri auðlind okkar. Hvorki meira né minna en 533 milljarðar króna frá 2009 í hreinan hagnað sjávarútvegsins og þá búið að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni 85,9 milljarða. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vægast sagt síðasta sort. Tillögur mínar voru felldar. Stjórnarflokkarnir samstíga sem einn maður og sneru öll blinda auganu að sínum minnstu bræðrum og systrum. Sjálfstæðisflokkur XD sagði NEI Framsóknarflokkur XB sagði NEI Vinstri hreyfingin grænt framboð XV sagði NEI Viðreisn kaus ekki með tillögu minni um stuðning við hjálparsamtök. Ég mun leggja fram sambærilegar breytingatillögur fyrir þriðju umræðu fjáraukalaga. Enn er von um gleðilegri jól til þeirra sem þurfa mest á hjálp okkar að halda. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Á svipstundu lækkuðu lífeyrisgreiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótarframlag frá TR. vegna aldurstengdrar örorku. Ég trúi því ekki að fólks sjái ekki óréttlætið og mismununina sem þarna blasir við. Í þessum hópi fátækustu eldri borgara landsins eru einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það, að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Ég lagði einnig til breytingatillögu við fjáraukann upp á 150 milljónir til hjálparstofnana sem styðja við þá sem eiga bágast í samfélaginu. Það er athyglinnar virði að sjá hvernig raunverulega er litið á þá sem stjórnvöld halda í það sárri fátækt að þau neyðast til að standa í löngum röðum fyrir framan hjálparstofnanir til að biðja um mat. Þörfin er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eftirspurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aftastir í röðinni þar sem maturinn er uppurin í það skiptið. Þannig verða margir frá að hverfa án þess að fá mat fyrir sig og börnin sín. Með tilliti til þess hvernig hægt er að ausa peningum í milljarða tuga vís eins og það að mubblera upp Seðlabankann og dytta að honum fyrir ríflega 3 milljarða króna. Eins og að óska eftir 6 milljörðum til að fjárfesta í Snobb Hill við Austurbakka (nýju Landsbankahöllinni). Eins og að ausa milljörðum í stólaskipti ráðuneyta. Eins og að tapa stórfé úr ríkissjóði með lækkun bankaskatts. Eins og að tapa milljörðum með því að sækja ekki aukna fjármuni til stórútgerðar sem hefur makað krókinn á sameiginlegri auðlind okkar. Hvorki meira né minna en 533 milljarðar króna frá 2009 í hreinan hagnað sjávarútvegsins og þá búið að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni 85,9 milljarða. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vægast sagt síðasta sort. Tillögur mínar voru felldar. Stjórnarflokkarnir samstíga sem einn maður og sneru öll blinda auganu að sínum minnstu bræðrum og systrum. Sjálfstæðisflokkur XD sagði NEI Framsóknarflokkur XB sagði NEI Vinstri hreyfingin grænt framboð XV sagði NEI Viðreisn kaus ekki með tillögu minni um stuðning við hjálparsamtök. Ég mun leggja fram sambærilegar breytingatillögur fyrir þriðju umræðu fjáraukalaga. Enn er von um gleðilegri jól til þeirra sem þurfa mest á hjálp okkar að halda. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun