Lengi skal manninn reyna Inga Sæland skrifar 8. desember 2022 15:02 Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Á svipstundu lækkuðu lífeyrisgreiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótarframlag frá TR. vegna aldurstengdrar örorku. Ég trúi því ekki að fólks sjái ekki óréttlætið og mismununina sem þarna blasir við. Í þessum hópi fátækustu eldri borgara landsins eru einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það, að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Ég lagði einnig til breytingatillögu við fjáraukann upp á 150 milljónir til hjálparstofnana sem styðja við þá sem eiga bágast í samfélaginu. Það er athyglinnar virði að sjá hvernig raunverulega er litið á þá sem stjórnvöld halda í það sárri fátækt að þau neyðast til að standa í löngum röðum fyrir framan hjálparstofnanir til að biðja um mat. Þörfin er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eftirspurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aftastir í röðinni þar sem maturinn er uppurin í það skiptið. Þannig verða margir frá að hverfa án þess að fá mat fyrir sig og börnin sín. Með tilliti til þess hvernig hægt er að ausa peningum í milljarða tuga vís eins og það að mubblera upp Seðlabankann og dytta að honum fyrir ríflega 3 milljarða króna. Eins og að óska eftir 6 milljörðum til að fjárfesta í Snobb Hill við Austurbakka (nýju Landsbankahöllinni). Eins og að ausa milljörðum í stólaskipti ráðuneyta. Eins og að tapa stórfé úr ríkissjóði með lækkun bankaskatts. Eins og að tapa milljörðum með því að sækja ekki aukna fjármuni til stórútgerðar sem hefur makað krókinn á sameiginlegri auðlind okkar. Hvorki meira né minna en 533 milljarðar króna frá 2009 í hreinan hagnað sjávarútvegsins og þá búið að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni 85,9 milljarða. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vægast sagt síðasta sort. Tillögur mínar voru felldar. Stjórnarflokkarnir samstíga sem einn maður og sneru öll blinda auganu að sínum minnstu bræðrum og systrum. Sjálfstæðisflokkur XD sagði NEI Framsóknarflokkur XB sagði NEI Vinstri hreyfingin grænt framboð XV sagði NEI Viðreisn kaus ekki með tillögu minni um stuðning við hjálparsamtök. Ég mun leggja fram sambærilegar breytingatillögur fyrir þriðju umræðu fjáraukalaga. Enn er von um gleðilegri jól til þeirra sem þurfa mest á hjálp okkar að halda. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Á svipstundu lækkuðu lífeyrisgreiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótarframlag frá TR. vegna aldurstengdrar örorku. Ég trúi því ekki að fólks sjái ekki óréttlætið og mismununina sem þarna blasir við. Í þessum hópi fátækustu eldri borgara landsins eru einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það, að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Ég lagði einnig til breytingatillögu við fjáraukann upp á 150 milljónir til hjálparstofnana sem styðja við þá sem eiga bágast í samfélaginu. Það er athyglinnar virði að sjá hvernig raunverulega er litið á þá sem stjórnvöld halda í það sárri fátækt að þau neyðast til að standa í löngum röðum fyrir framan hjálparstofnanir til að biðja um mat. Þörfin er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eftirspurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aftastir í röðinni þar sem maturinn er uppurin í það skiptið. Þannig verða margir frá að hverfa án þess að fá mat fyrir sig og börnin sín. Með tilliti til þess hvernig hægt er að ausa peningum í milljarða tuga vís eins og það að mubblera upp Seðlabankann og dytta að honum fyrir ríflega 3 milljarða króna. Eins og að óska eftir 6 milljörðum til að fjárfesta í Snobb Hill við Austurbakka (nýju Landsbankahöllinni). Eins og að ausa milljörðum í stólaskipti ráðuneyta. Eins og að tapa stórfé úr ríkissjóði með lækkun bankaskatts. Eins og að tapa milljörðum með því að sækja ekki aukna fjármuni til stórútgerðar sem hefur makað krókinn á sameiginlegri auðlind okkar. Hvorki meira né minna en 533 milljarðar króna frá 2009 í hreinan hagnað sjávarútvegsins og þá búið að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni 85,9 milljarða. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vægast sagt síðasta sort. Tillögur mínar voru felldar. Stjórnarflokkarnir samstíga sem einn maður og sneru öll blinda auganu að sínum minnstu bræðrum og systrum. Sjálfstæðisflokkur XD sagði NEI Framsóknarflokkur XB sagði NEI Vinstri hreyfingin grænt framboð XV sagði NEI Viðreisn kaus ekki með tillögu minni um stuðning við hjálparsamtök. Ég mun leggja fram sambærilegar breytingatillögur fyrir þriðju umræðu fjáraukalaga. Enn er von um gleðilegri jól til þeirra sem þurfa mest á hjálp okkar að halda. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun