Framkvæmdastýra FIFA neitar að tjá sig um dauðsfall verkmanns Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 08:01 Fatma Samoura, framkvæmdastýra FIFA, ásamt forsetanum Gianni Infantino. Matt Roberts - FIFA/FIFA via Getty Images Fatma Samoura, framkvæmdastýra Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, harðneitaði að tjá sig um andlát filippeysks verkamanns sem lést við endurbætur á aðstöðu landsliðs Sádi-Arabíu á HM í Katar á meðan riðlakeppni mótsins stóð. Vitni að slysinu segja að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Samoura var stödd á viðburði á vegum sambandsins í Katar í gær þegar hún var innt eftir svörum um verkamanninn og aðstöðu verkamanna almennt í ríkinu. Hún sagði ekki viðeigandi að ræða þann látna. FIFA general secretary Fatma Samoura has refused to answer questions on the death of a migrant worker during the World Cup in Qatar. @Mockneyrebel pic.twitter.com/XNYzARu7Gq— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 8, 2022 „Ég held að við séum öll hér fyrir ráðstefnuna,“ sagði Samoura. „Ef þú vilt að ég ræði ráðstefnuna frekar, þá er ég klár. Ef þú vilt ræða eitthvað annað, þá get ég ekki hjálpað þér,“ „Við höfum þegar útskýrt í löngu máli aðgerðir okkar í tengslum við Katar,“ sagði Samoura við blaðamann. „Mér finnst það ekki viðeigandi þegar fólk kemur hingað að læra hluti, að við séum að tala um hluti sem við höfum þegar rætt fyrir mánuðum síðan,“ sagði Samoura enn frekar. Framkvæmdastjóri mótsins ósáttur við spurningarnar Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var litlu hressari með spurningar af þessu meiði, líkt og greint var frá í gær. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ sagði Al Khater um atvikið. Segja dauðsföll talin á fingrum annarrar handar Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út og þær tölur sem Al Khater heldur á lofti. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt Katar fyrir að rannsaka ekki dauðsföll verkafólks, halda illa utan um slíkar tölur og bregðast seint og illa við. FIFA HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Vitni að slysinu segja að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Samoura var stödd á viðburði á vegum sambandsins í Katar í gær þegar hún var innt eftir svörum um verkamanninn og aðstöðu verkamanna almennt í ríkinu. Hún sagði ekki viðeigandi að ræða þann látna. FIFA general secretary Fatma Samoura has refused to answer questions on the death of a migrant worker during the World Cup in Qatar. @Mockneyrebel pic.twitter.com/XNYzARu7Gq— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 8, 2022 „Ég held að við séum öll hér fyrir ráðstefnuna,“ sagði Samoura. „Ef þú vilt að ég ræði ráðstefnuna frekar, þá er ég klár. Ef þú vilt ræða eitthvað annað, þá get ég ekki hjálpað þér,“ „Við höfum þegar útskýrt í löngu máli aðgerðir okkar í tengslum við Katar,“ sagði Samoura við blaðamann. „Mér finnst það ekki viðeigandi þegar fólk kemur hingað að læra hluti, að við séum að tala um hluti sem við höfum þegar rætt fyrir mánuðum síðan,“ sagði Samoura enn frekar. Framkvæmdastjóri mótsins ósáttur við spurningarnar Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var litlu hressari með spurningar af þessu meiði, líkt og greint var frá í gær. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ sagði Al Khater um atvikið. Segja dauðsföll talin á fingrum annarrar handar Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út og þær tölur sem Al Khater heldur á lofti. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt Katar fyrir að rannsaka ekki dauðsföll verkafólks, halda illa utan um slíkar tölur og bregðast seint og illa við.
FIFA HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira