Hreyfiaflið í opinberum innkaupum Harpa Júlíusdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir skrifa 12. desember 2022 07:00 Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar