Leikmaður í Íran á yfir höfði sér dauðarefsingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 07:32 Knattspyrnumaðurinn Amir Nasr-Azadani er í mjög slæmri stöðu í heimalandi sínu. Twitter/@FIFPRO Íranski knattspyrnumaðurinn Amir Nasr-Azadani er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum í Íran þar sem hann og landar hans hafa barist fyrir réttindum kvenna í landinu. Alþjóðasamband atvinnuknattspyrnumanna, FIFPRO, vakti athygli á stöðu leikmannsins og kallaði eftir því að leikmaðurinn verði látinn laus. „FIFPRO er í áfalli og misboðið yfir fréttum af því að atvinnuknattspyrnumaðurinn standi frammi fyrir dauðarefsingu í Íran eftir að hafa barist fyrir réttindum kvenna og almenni frelsi í landinu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna á samfélagsmiðlum. FIFPRO is shocked and sickened by reports that professional footballer Amir Nasr-Azadani faces execution in Iran after campaigning for women s rights and basic freedom in his country. We stand in solidarity with Amir and call for the immediate removal of his punishment. pic.twitter.com/vPuylCS2ph— FIFPRO (@FIFPRO) December 12, 2022 „Við stöndum sameinuð með Amir og köllum eftir tafarlausri brottnámi refsingarinnar.“ Þúsundir manna hafa mótmælt núverandi stjórnarfari í Íran svo vikum skipti eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Þingheimur hefur hvatt dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. Írönsk stjórnvöld vilja að þeir verði kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Stop the executions of innocent Iranians protesting for basic freedoms & women's rights.A former footballer is among those being executed.'Nasr-Azadani s family have been repeatedly "threatened" by the Islamic Republic s security forces #MahsaAmini https://t.co/LVQx7wVznj— Craig Foster (@Craig_Foster) December 12, 2022 Nasr-Azadani er 26 ára gamall varnarmaður sem hefur spilað með írönsku félögunum Rah-Ahan, Tractor og Gol-e Rayhan á sínum ferli. Samkvæmt frétt IranWire þá kom Nasr-Azadani ásamt tveimur öðrum fram í írönsku sjónvarpi þar sem þeir voru látnir lesa þvingaða játningu. Búist er við því að íranska dómskerfið dæmi Nasr-Azadani til dauða með hengingu en hann er ásakaður fyrir að bera ábyrgð á dauða ofurstans Esmaeil Cheraghi og tveggja meðlima í Basij hernum. Mótmælaalda í Íran Íran Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Alþjóðasamband atvinnuknattspyrnumanna, FIFPRO, vakti athygli á stöðu leikmannsins og kallaði eftir því að leikmaðurinn verði látinn laus. „FIFPRO er í áfalli og misboðið yfir fréttum af því að atvinnuknattspyrnumaðurinn standi frammi fyrir dauðarefsingu í Íran eftir að hafa barist fyrir réttindum kvenna og almenni frelsi í landinu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna á samfélagsmiðlum. FIFPRO is shocked and sickened by reports that professional footballer Amir Nasr-Azadani faces execution in Iran after campaigning for women s rights and basic freedom in his country. We stand in solidarity with Amir and call for the immediate removal of his punishment. pic.twitter.com/vPuylCS2ph— FIFPRO (@FIFPRO) December 12, 2022 „Við stöndum sameinuð með Amir og köllum eftir tafarlausri brottnámi refsingarinnar.“ Þúsundir manna hafa mótmælt núverandi stjórnarfari í Íran svo vikum skipti eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Þingheimur hefur hvatt dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. Írönsk stjórnvöld vilja að þeir verði kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Stop the executions of innocent Iranians protesting for basic freedoms & women's rights.A former footballer is among those being executed.'Nasr-Azadani s family have been repeatedly "threatened" by the Islamic Republic s security forces #MahsaAmini https://t.co/LVQx7wVznj— Craig Foster (@Craig_Foster) December 12, 2022 Nasr-Azadani er 26 ára gamall varnarmaður sem hefur spilað með írönsku félögunum Rah-Ahan, Tractor og Gol-e Rayhan á sínum ferli. Samkvæmt frétt IranWire þá kom Nasr-Azadani ásamt tveimur öðrum fram í írönsku sjónvarpi þar sem þeir voru látnir lesa þvingaða játningu. Búist er við því að íranska dómskerfið dæmi Nasr-Azadani til dauða með hengingu en hann er ásakaður fyrir að bera ábyrgð á dauða ofurstans Esmaeil Cheraghi og tveggja meðlima í Basij hernum.
Mótmælaalda í Íran Íran Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira