Fótbolti

Markasúpa í Mjólkurbikarnum

Siggeir Ævarsson skrifar
BF 108 er sameiginlegt lið Berserkja og Mídasar úr Fossvoginum
BF 108 er sameiginlegt lið Berserkja og Mídasar úr Fossvoginum @bf108rvk

Fyrstu leikirnir í Mjólkurbikar karla fóru fram í kvöld og var boðið upp á tvær markaveislur.

Fyrsti leikur ársins var leikur BF 108 og Afríku þar sem Fossvogsbúar fóru með 8-0 sigur af hólmi en Kristófer Dagur Sigurðsson skoraði þrennu fyrir BF 108. Hin markaveislan fór svo fram í Fagralundi þar sem gestirnir í Elliða lögðu heimamenn í KFK 1-5.

Önnur úrslit kvöldsins

Úlfarnir - Stokkeyrir 3-0

SR - KFR 2-3

Vængir Júpíters - KÁ  1-2

Léttir - Kría 1-2

Árborg - Augnablik 0-4

Ýmir - Hafnir (úrslit hafa ekki borist)

Önnur umferð Mjólkurbikarins hefst 3. apríl en þá koma liðin úr Lengjudeildinni inn í keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×