Anna Barbara Andradóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara staðfestir við Ríkistútvarpið að ákæra hafi verið gefin út í málinu fyrir tveimur vikum. Málið kom upp í ágúst í fyrra þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu þess efnis að talið væri að andlát sjúklings hefði borið að með saknæmum hætti.
Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að sjúklingurinn, kona á sextugsaldri, hefði kafnað á matmálstíma.
Hjúkrunarfræðingurinn er á sextugsaldri var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 16. janúar.