Ef til þess kemur mun lokun einungis vara í nokkra daga á meðan álagið er sem mest. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er möguleg aðgerð til þess fallin að létta á flutningi vatns og til að minnka álag.
„Við hvetjum fólk til að fara vel með varmann, opna ekki gluggann til kælinga og athuga með þéttingar á gluggum og hurðum. Einnig er ráð að tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum,“ segir í tilkynningu.
Sunnlendingar hafa þegar kynnst lífinu án sundlauga. Loka þurfti Sundlaug Selfoss á dögunum og sömu sögu er að segja á Hvolsvelli, Hellu og sundlauginni í Laugalandi.