Vanskil heimila og fyrirtækja lægri en fyrir faraldurinn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 11:20 Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. vísir/vilhelm Vanskil heimila og fyrirtækja hjá stóru viðskiptabönkunum þremur eru nú lægri en fyrir heimsfaraldurinn. Þá er atvinnuleysi lítið í kjölfar kraftmikillar fjölgunar starfa að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins og stuðst er við tölur frá Seðlabanka Íslands. Fram kemur að í september á þessu ári hafi 0,7 prósent lána heimila verið í vanskilum í september miðað við 0,9 prósent á sama tíma í fyrra. Þá voru um 2,4 prósent lána fyrirtækja í vanskilum í lok september á þessu ári en hlutfallið var 3,4 prósent um áramót og 4,2 prósent í september í fyrra. Minna atvinnuleysi Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. Enn er talsverð spenna á vinnumarkaði og fjöldi fyrirtækja vill fjölga störfum á næstu misserum. Lítil vanskil og lágt atvinnuleysi endurspeglast í niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofunnar sem kynnt var fyrr á árinu. Þar kemur fram að heimilin töldu gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki í fyrra. Samkvæmt könnuninni áttu 75 prósent heimila ekki erfitt með að ná endum saman og aldrei höfðu færri heimili sagst hafa átt erfitt með að láta enda ná saman. Aldrei höfðu færri talið byrði húsnæðiskostnaðar þunga. Í vikunni kynnti ríkisstjórnin stuðningsaðgerðir vegna kjarasamninga sem koma til viðbótar aðgerðum frá í sumar um stuðning við tekjulága vegna verðbólgu. Aðgerðirnar snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með áherslu á húsnæðismál og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Ánægjuleg þróun Þessar aðgerðir koma til viðbótar aðgerðum frá því fyrr á árinu til að styðja tekjulága vegna verðbólgu. Í maí var ákveðið að fara í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Þar var m.a. ráðist í hækkun bóta almannatrygginga og framfærsluviðmið örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna sérstakrar uppbótar hækkað, grunnfjárhæðir húsnæðisbóta fyrir leigjendur hækkaðar umtalsvert og samþykkt að greiða út sérstakan barnabótaauka. „Síðustu misseri hafa einkennst af mikilli óvissu og sveiflum um allan heim. Það er ekki sjálfsagt að staða heimila og fyrirtækja haldist sterk í gegnum slíka tíma og þess vegna er ánægjulegt að sjá þessa þróun í vanskilum framan af ári. Það er grundvallaratriði í okkar huga að halda áfram að styðja sérstaklega við þá sem mest þurfa, líkt og endurspeglast m.a. í þeim aðgerðum sem kynntar voru í vikunni til að styðja við kjarasamninga,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins og stuðst er við tölur frá Seðlabanka Íslands. Fram kemur að í september á þessu ári hafi 0,7 prósent lána heimila verið í vanskilum í september miðað við 0,9 prósent á sama tíma í fyrra. Þá voru um 2,4 prósent lána fyrirtækja í vanskilum í lok september á þessu ári en hlutfallið var 3,4 prósent um áramót og 4,2 prósent í september í fyrra. Minna atvinnuleysi Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. Enn er talsverð spenna á vinnumarkaði og fjöldi fyrirtækja vill fjölga störfum á næstu misserum. Lítil vanskil og lágt atvinnuleysi endurspeglast í niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofunnar sem kynnt var fyrr á árinu. Þar kemur fram að heimilin töldu gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki í fyrra. Samkvæmt könnuninni áttu 75 prósent heimila ekki erfitt með að ná endum saman og aldrei höfðu færri heimili sagst hafa átt erfitt með að láta enda ná saman. Aldrei höfðu færri talið byrði húsnæðiskostnaðar þunga. Í vikunni kynnti ríkisstjórnin stuðningsaðgerðir vegna kjarasamninga sem koma til viðbótar aðgerðum frá í sumar um stuðning við tekjulága vegna verðbólgu. Aðgerðirnar snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með áherslu á húsnæðismál og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Ánægjuleg þróun Þessar aðgerðir koma til viðbótar aðgerðum frá því fyrr á árinu til að styðja tekjulága vegna verðbólgu. Í maí var ákveðið að fara í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Þar var m.a. ráðist í hækkun bóta almannatrygginga og framfærsluviðmið örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna sérstakrar uppbótar hækkað, grunnfjárhæðir húsnæðisbóta fyrir leigjendur hækkaðar umtalsvert og samþykkt að greiða út sérstakan barnabótaauka. „Síðustu misseri hafa einkennst af mikilli óvissu og sveiflum um allan heim. Það er ekki sjálfsagt að staða heimila og fyrirtækja haldist sterk í gegnum slíka tíma og þess vegna er ánægjulegt að sjá þessa þróun í vanskilum framan af ári. Það er grundvallaratriði í okkar huga að halda áfram að styðja sérstaklega við þá sem mest þurfa, líkt og endurspeglast m.a. í þeim aðgerðum sem kynntar voru í vikunni til að styðja við kjarasamninga,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira