Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 15:30 Sprengjunni var kastað í íbúðina klukkan eitt í nótt. Myndin er frá vettvangi í Hraunbæ stuttu eftir að árásin var framin. Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni. Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira
Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17
Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44