Fimmtán vilja verða forstöðumenn Kvikmyndamiðstöðvar Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 10:26 Laufey Guðjónsdóttir lætur nú af störfum eftir tuttugu ára setu sem forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Fimmtán hafa sótt um stöðuna. Pálmi Guðmundsson og Gísli Snær Erlingsson eru meðal þeirra sem sækja um stöðu forstöðumanns Kvikmyndastöðvar. Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira