Systurnar Kristín og Þóra Tómasdætur fögnuðu öllum snjónum sem féll um helgina og skelltu sér saman á gönguskíði.
Tónlistarkonan Hildur fann ekki fyrir fingrunum í frostinu.
Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi eru komnar í jólaskap.
Emmsjé Gauti rifjaði upp eftirminnileg augnablik af JÜLEVENNER á síðasta ári.
Hugrún Egils fór með kærastann í hringferð um landið.
Jólagestir Björgvins fóru fram í Laugardalshöll um helgina. Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún voru meðal þeirra sem komu fram þar.
Söngkonan gugusar hlaut Kraumsverðlaunin í síðustu viku.
Salka Sól er „heppin kona“
Selma Björns birti fallega vinamynd.
Raunveruleikastjarnan Jóhanna Helga fékk sér eins náttföt og dóttir sín.
Birgitta Líf hefur það gott með afa sínum á Tenerife þar sem fjölskyldan á hús.
Áhrifavaldarnir og tískuskvísurnar Elísabet Gunnars, Andrea Magnúsdóttir og Marta María Winkel fóru í ferð til Parísar í boði Chanel. Birtu þær myndir af sýningu Chanel sem var að opna í París og auðvitað borginni fallegu og Chanel vörum sem þær fengu að gjöf.
Birgitta Haukdal kom fram á tónleikum Jóns Jónssonar og Frikka Dórs í Kaplakrika.
Bubbi Morthens fagnaði því að fá Sigurjón Sighvats á Níu líf.
Katrín Edda eignaðist stúlku eins og fjallað var um á Vísi um helgina.
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona birti flotta mynd frá Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Hörpu. Ilmur var kynnir ásamt Hugleiki Dagssyni.
Brynja Dan er þakklát fyrir vinkonurnar.
Danni Delux var í góðum félagsskap á Baggalúts tónleikunum í gær. Hann stillti sér upp fyrir mynd með Herberti Guðmundssyni og Erpi Eyvindarsyni sem voru leynigestir á tónleikunum í gær.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fór til Danmerkur.
Friðrik Ómar hélt vel heppnaða tónleika á Akureyri.
Sunneva Einars veit af frostinu úti en kýs að vera í afneitun.
Hallbera Gísla fór í brúðkaup í kastala.