Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2022 22:31 Öllu Evrópuflugi Icelandair í fyrramálið hefur verið aflýst. Hallfríður Ólafsdóttir Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vonast sé eftir því að aðstæður við Keflavíkurflugvöll lagist eftir því sem líður á daginn. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélaginu. Unnið er að því að koma þeim farþegum sem hafa verið fastir á Keflavíkurflugvelli í dag með rútum til Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að staðan á flugvellinum hafi verið mjög snúin í dag þar sem starfsfólk átti í erfiðleikum með að komast til vinnu og því var fáliðað á flugvellinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir daginn hafa verið afar erfiðan, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Við aðstæðurnar sem sköpuðust var ekki hægt að veita farþegum þá þjónustu sem flugfélagið hefði viljað. „Sem betur fer lítur nú út fyrir að í kvöld takist að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar raskanir hafa mikil áhrif á hátíðaráætlanir margra og við gerum allt sem við getum til þess að koma öllum farþegum á áfangastað þegar veðrið hefur gengið yfir. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki félagsins sem staðið hefur í eldlínunni í dag við mjög erfiðar aðstæður og farþegum okkar fyrir að sýna þolinmæði og skilning við erfiðar aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vonast sé eftir því að aðstæður við Keflavíkurflugvöll lagist eftir því sem líður á daginn. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélaginu. Unnið er að því að koma þeim farþegum sem hafa verið fastir á Keflavíkurflugvelli í dag með rútum til Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að staðan á flugvellinum hafi verið mjög snúin í dag þar sem starfsfólk átti í erfiðleikum með að komast til vinnu og því var fáliðað á flugvellinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir daginn hafa verið afar erfiðan, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Við aðstæðurnar sem sköpuðust var ekki hægt að veita farþegum þá þjónustu sem flugfélagið hefði viljað. „Sem betur fer lítur nú út fyrir að í kvöld takist að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar raskanir hafa mikil áhrif á hátíðaráætlanir margra og við gerum allt sem við getum til þess að koma öllum farþegum á áfangastað þegar veðrið hefur gengið yfir. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki félagsins sem staðið hefur í eldlínunni í dag við mjög erfiðar aðstæður og farþegum okkar fyrir að sýna þolinmæði og skilning við erfiðar aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningu.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38
Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent