ESB samþykkir verðþak á jarðgasi

Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð.
Tengdar fréttir

Tekist á um verðþak á gasi innan ESB
Í dag kemur í ljós hvort orkumálaráðherrar Evrópusambandsins nái samstöðu um verðþak á gasi innan álfunnar á komandi ári. Skiptar skoðanir eru meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hvar verðþakið eigi að liggja, á meðan aðrir eru mótfallnir því að innleiða verðþak yfir höfuð.