Áhugamálið varð að atvinnu: Frá Egilsstöðum um alla Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 07:00 Stefán Númi Stefánsson er eini íslenski atvinnumaðurinn í amerískum fótbolta. Vísir/Sigurjón Stefán Númi Stefánsson er eini atvinnumaður Íslands í amerískum fótbolta og leikur með stórliði Potsdam Royals í Þýskalandi. Sem ungur drengur á Egilsstöðum óraði hann ekki fyrir því að komast á þann stað sem hann er á í dag. Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti