Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 11:49 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur legið í flensu undanfarið en lét sig ekki vanta í Karphúsið í dag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum: Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum:
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira