„Það hefur fallið í nótt og kom okkur að óvörum,“ segir Ragnar Sigurður Indriðason, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er ekki talin hætta á frekari snjóflóðum á svæðinu en sérfræðingar á vakt séu meðvitaðir um ástandið. Þá hefur Vegagerðin hefur ekki tök á að moka frá húsinu í dag eða á morgun vegna anna á þjóðvegi.
„Þeir höfðu ekki samband í gær, hafa sennilega ekki talið að það væri ástæða til að vara við þessu,“ segir Ragnar. Þrír bílar urðu undir í flóðinu en hann kveðst eiga eftir að kanna tjón á bílunum.
„Spáin sagði að það myndi snjóa í norðaustanátt, sem getur valdið snjóflóðum. Svo snerist það í suðaustur sem er alveg hættulaus átt. Svo það hefur bara snjóað svona svakalega á skömmum tíma og svo féll þetta í nótt.“
Ragnar bætir við að ekki hafi verið jafn mikil ofankoma á svæðinu í háa herrans tíð.
„Við höfum nú fengið snjóflóð áður og stærri en þetta til muna,“ segir Ragnar Sigurður Indriðason.