„Hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 14:46 Páll Sævar Guðjónsson segir erfiðleika í einkalífinu setja strik í reikninginn hjá ríkjandi heimsmeistara. Samsett/Vísir/Getty Peter Wright, heimsmeistari í pílukasti, féll óvænt úr keppni á heimsmeistaramótinu í 32-manna úrslitum í Lundúnum í gær. Páll Sævar Guðjónsson segir veikindi eiginkonu hans hafa haft sitt að segja. „Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar. Pílukast Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Sjá meira
„Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar.
Pílukast Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Sjá meira