Óvissustigi Almannavarna lýst yfir: Útilokar hvorki brennur né flugelda Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnasvið ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, vegna óveðurs sem hefst í nótt. Yfirlögregluþjónn segir þó ekki útséð um að unnt verði að halda áramótabrennur annað kvöld. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29
Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18