Óvissustigi Almannavarna lýst yfir: Útilokar hvorki brennur né flugelda Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnasvið ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, vegna óveðurs sem hefst í nótt. Yfirlögregluþjónn segir þó ekki útséð um að unnt verði að halda áramótabrennur annað kvöld. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29
Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18