Lögregla gaf lítið sem ekkert upp um gang rannsóknarinnar og virtist verða lítið ágengt, fyrr en nú.
Maðurinn sem handtekinn var heitir Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi við ríkisháskólann í Washington. Hann er búsettur skammt frá morðstaðnum en var handtekinn í Pennsylvaníu, rúmlega fjögur þúsund kílómetrum frá heimili sínu. Lögregla hefur ekkert gefið upp um ástæðu að baki morðunum eða mögulega tengingu Kohberger við fórnarlömbin.
Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum.