Vitaly Klischko borgarstjóri Kænugarðs segir að fjöldamörgum sprengum hafi verið varpað á borgina og orðið að minnsta kosti einum að bana. Árásirnar eru gerðar aðeins tveimur dögum eftir að Rússar réðust í mestu loftárásir frá upphafi innrásar.
Selenskí segir Rússa ætla sér að láta Úkraínumenn „fagna nýju ári í myrkri.“ Ríkisstjóri Mykolaiv, Vitaly Kim segir í Facebook færslu að rússnesk flugskeyti hafi hæft borgina. „Innrásarherinn hefur ákveðið að eyðileggja daginn fyrir okkur,“ segir hann.
Anton Gerashchenko, ráðgjafi utanríkisráðuneytis Úkraínu birtir myndband af hóteli í miðbæ Kænugarðs á Twitter:
The aftermath of Russian rocket attack on Kyiv - Presidential Office.
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) December 31, 2022
This is a hotel in the city center. pic.twitter.com/EwDfWXw7vq